Peningar.

Ég ætla ekki að verða langorður, heldur kasta fram smá umræðu sem mér hefur fundist vanta.

Hvað hefur Evra umfram Dollara hér á landi??

Getur einhver svarað mér þessu?

Í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga hér í þjóðfélaginu, að þá hafa allir einblínt á það að Evran sé lausnin, en er það? Ég er ekki viss. Það er ljótt að segja það, en til lengri tíma að þá mun krónugreyjið ekki standa uppi sem sigurvegari í boxhring gjaldeyrisins heldur mun hún láta á sjá sem fallandi stjarna, stjarna sem kom Skerinu á kortið, stjarna sem felldi land og þjóð. Vegna þessa raunveruleika sem við stöndum frammi fyrir að þá sjá ráðamenn annars stjórnarflokksins ekki annað en það eigi að ganga í ESB eins og skot, og skipta um gjaldmiðil, annað sé vitleysa. Mér þykir það nú skjóta skökku við, því á sama tíma og utanríkisráðherra boðar þetta, vill hún færa meiri völd frá þingi til sveitarfélaga og því spyr maður sig hvort hún nenni ekki að vinna en vilji halda laununum sínum sem einhver milligönguaðili á milli sveitarfélaga og Brüssel, það er allavegana það sem ég les úr hennar orðum. Vilji þessi góða frú fá borgað í Evrum, að þá mæli ég með því að hún flytji úr landi og reyni að fá sér vinnu á evrusvæðinu, mæli sérstaklega með Spáni, Frakklandi, Finnlandi og Grikklandi í þessu samhengi, þá sæi hún hvernig ástandið yrði hér heima, fengi hún að ráða.

Evran hefur mun meiri ókosti fyrir okkur en kosti. Nú? Jú vegna þess að einu löndin sem að hún hefur gert gott hingað til eru hin fátæku ríki, hún hefur komið á jöfnuði, í bókstaflegri merkingu, vel stæð lönd, sem voru, eru nú á sama stigi  í efnahagslegri og atvinnumálalegri þróun og austantjaldsríkin sem nú eru að koma inn í evruvæðinguna, eitt af öðru.
Finnland var í svipaðri stöðu og við íslendingar stöndum frammi fyrir, fyrir rétt um 15 árum síðan. Þeir fóru þá leið að ganga í myntbandalagið og hvað skeði, þeir töpuðu sínu sjálfstæði, þeirra eigin ákvarðanatöku var nú stjórnað frá Brüssel og í hvert skipti sem var gengið til endurnýjunar samninga við þá, að þá var skorið af þeim fyrri, ESB vildi græða. Hvað gerist hjá þjóð sem telur ekki nema rétt um 300 þúsund manns í svona samningum, þegar að margra milljóna þjóð getur ekkert gert vegna ofríkis þeirrar valdstjórnar sem í raun stjórnar?
Við sem þjóð myndum tapa þeim réttindum sem við eigum í landhelginni okkar. Hingað myndu flæða bátar frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni. Ekkert yrði nýtt hér. Hin stóru vinnsluskip sem þeir eiga myndu taka okkar stærstu togara og nota sem björgunarbáta ef á þyrfti að halda, allur bolfiskur yrði fluttur út og eins megnið af þeim uppsjávarfisk sem hér veiðist, vinnsluskipin kæmu og myndu ryksuga 200 mílurnar okkar.
Eins með landbúnaðinn. Hér á fróni er erfitt að stunda landbúnað, styrkjalaust og því hefur verið gert margt til þess að aðstoða bændur við það að vera réttu megin við núllið, allavegana þá sem það hafa viljað. Með inngöngu í myntbandalagið að þá hverfur þetta matvælaöryggi sem við búum við núna, fyrir nokkrum mánuðum að þá var talað um það í fréttum að hér ætti að leggja niður landbúnað og flytja inn allar þær vörur sem við þyrftum. Það hefur sannast á undanförnum mánuðum hvað það er gott að hafa landbúnað og fiskvinnslu hér á landi, en þurfa ekki að reiða sig á matarhjálp Sameinuðu Þjóðanna.
    Ef evran er svona frábær, því hafa Bretar ekki tekið hana upp?

Varðandi US dollara að þá er stór hluti gjalda og tekna okkar íslendinga í honum. Báxít er flutt til landsins, það unnið og út er flutt ál. Heimsmarkaðsverð áls er reiknað í dollar, og það rafmagn sem selt er til þessara framleiðenda hér á landi fer líka eftir heimsmarkaðsverðinu á áli, þ.e. eftir því sem verðið er hærra, þeim mun meira kostar kílóvattstundin.
Síðan er heimsmarkaðsverð olíu skráð í bæði pundum og pundum og dollar. Dollarinn er sterkari þar. Dollarann er hægt að taka upp einhliða, rétt eins og Venesúela gerði, og eins og flestir vita að þá er þarlendur forseti, Hugo Chaves og Georg W. Bush ekki beint bestu vinir, en það var einfalt að ganga frá því. Venesúela kaupir peningana af könunum og að öðru leyti er þetta skuldbindingalaust samstarf. Það sama er með evruna, hana þarf að kaupa frá Brüssel, en þaðan þarf líka að taka við öllum skipunum landsmála.

    Meira gæti ég nú tínt til en ég er orðin þreyttur og þarf að fara að leggja mig. Vona að einhverjir kommenti á þetta og segi sína skoðun á þessum málum.

 

Fari ég einhversstaðar með rangt mál að þá biðst ég afsökunar og allar leiðréttingar væru vel þegnar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pjakkur með sýnar skoðanir

Höfundur

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
Pjakkur úr sveitinni sem á það til að hafa skoðanir á hlutunum
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband