Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Stórmerkilegt
Í þessu myndband sér maður fólk sem að vill minka almenna neyslu og þvíumlíkt. Ég gat ekki séð betur en að sumt af þessu fólki væri tískuklætt og með lit í hári. Ekki bara að það kosti, heldur er það líka óumhverfisvænt. Hræsnin í þessu fólki er svo mikil að það er ekki eðlilegt. Gaman væri að vita hvernig að það kom sér í Kringluna, labbaði það? Ég leyfi mér að efast, og hvaða efni eru í þessari málningu sem að það notaði í þessa einnota fána. Er það umhverfisvænt? Og síðan útlendingar sem að koma hingað til að mótmæla, hvernig koma þeir? Ekki synda þeir til landsins, svo mikið er víst
væntanlega fljúga þeir og kolefnisjafna sig sennilega ekki áður. Það eina sem þetta fólk fær fyrir er hlátur og vorkunsemi yfir því hversu vitlaust það er.
Stóriðju og neyslumenningunni mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pjakkur með sýnar skoðanir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara partý og alltaf gaman að því að ungt fólk skemmti sér. Fæst þeirra vita held ég neitt um hvað þau eru að tala, en það er aukaatriði þegar maður er ungur maður í partýi. Hins vegar veltir maður tvennu fyrir sér:
1. Þurfum við að hlusta á fréttaflutning af þessum partýum í allt sumar?
2. Hvað er fólk á borð við virðulega rithöfunda á opinberum listamannalaunum að bendla sitt nafn við þetta alþjóðlega unglingapartý?
Gústaf (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:50
Það yrði eflaust vel þegið ef MacDonalds byði þeim uppá ókeypis hamborgara og kók fyrir framtakið. Þau gætu þá étið efnishyggjuna og síðan skilað henni fullunnri.
Grímur Kjartansson, 10.7.2007 kl. 16:00
Mér þykir þú pjakkur minn kæri koma með frekar mikið af tilgátum.
"Hvernig gerðu þau blablabla? Það væri gaman að vita blebleble"
Ég fékk nú pínu kjánahroll yfir þessu myndbandi samt, en ég veit að flestum þeirra gengur gott eitt til. T.d. Sigurður pönkhjúkrunarfræðingur (sem var í viðtalinu). Þar er t.d. maður sem lifir eins vel og hann getur eftir skoðunum sínum. Hjólari, vínylplötugúrú og hjúkka.
Haukur Viðar, 10.7.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.