Ekki nema von

Við búum við frekar dýrt samgangnakerfi. T.d. er ódýrara fyrir mann sem flýgur frá Egilsstöðum að keyra. Ef hann myndi vilja taka rútu að þá þarf hann alltaf að gista a.m.k. eina nótt á leiðinni vegna þess að rútuferðir ganga ekki hraðar en það. Síðan má leiða að því líkunum að ef viðkomandi keyrði um á t.d. Hyundai Gets að þá myndi hann frekar keyra um á bensínbíl en dísel, vegna þess hversu miklu munar í innkaupaverði, sem að díselbíllinn er dýrari.

 

Takk elsku ríkisstjórn, við elskum skattana ykkar líka.


mbl.is Íslendingar losa meira af gróðurhúsalofttegundum en meðalþjóð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst það alveg ömurlegt hvernig stjórnmálamenn eiga það stundum til að festast í rétthugsun...

Af hverju er svona gríðarlega mikilvægt að takmarka vatnsgufur í loftinu? Finnst ekki vera búið að sanna gróðurhúsarkenninguna og finnst eins og það sé bara vinsæl afsökun (eins og hryðjuverk) til þess að hræða almenning og fá aukin völd og fjármagn. Á meðan vísindamenn deila ennþá þá eru stjórnmálamenn um allan heim búnir að skuldbinda jarðarbúa til þess að skera trilljónir dollara af hagkerfi heimsins næstu áratugina til þess að lækka hitann um 0,x gráður. Þetta er bara brjálæði, sérstaklega þegar það er svo margt annað sem þarfnast fjármagns.

Sjálfur er ég fylgjandi hreinni orku þó ég trúi ekki gróðurhúsakenningunni, vegna þess að það er alltaf gott mál að takmarka eiturefni í umhverfinu. Hinsvegar efast ég um að við getum hreinlega eyðilagt jörðina með því að nýta "óhreinu" orkugjafanna. Þetta eru takmarkaðar auðlindir og fjöldi þeirra sem nýta þær er að margfaldast, verðið hækkar áfram á olíu og flest bendir til þess að mannkynið efinaldlega neyðist til þess að skipta um orkugjafa seinna á þessari öld. Sjálfur veðja ég frekar á rafmagnsbíla heldur en vetnistilraunirnar, það eru svo margar mismunandi leiðir til þess að framleiða það og það verður líklega alltaf ódýra en vetni. Ef Íslendingar myndi skipta út olíunni fyrir rafmagnsbíla þá myndi það hafa gífurleg áhrif á lífsgæði okkar, við myndum líklega festast í 1.sæti yfir ríkustu þjóðir heims í langan tíma (taka framúr norðmönnum).

Þannig að ég sé kostina en ég tel engar harmfarir vera handan við hornið, þetta mun allt þróast sama hver stefna stjórnmálamanna er í dag. 

Geiri (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pjakkur með sýnar skoðanir

Höfundur

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
Pjakkur úr sveitinni sem á það til að hafa skoðanir á hlutunum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband